
|
Nýjar myndir frá Hrekkjavöku
Jenný var á Hrekkjavökunni á samkomu með fjölda krakka í Georgestown, rétt hjá The Westchester. Hún var í búningi trúðs en bæði börn og fullorðnir fara í grímubúninga á vökunni sem hér heitir Haloween. Faðir Jennýjar mætti þó í sínum daglegu klæðum og hafði hattinn á. Honum var af viðstöddum hrósað fyrir "wery good Western Show!"
|
|
|
Jenný sníkti sælgæti í mörgum húsum og var vel tekið. Fyrst á reyndar að spyrja: Trick or treat? eða Grikk eða greiða? en Jenný sleppti því og tók orðalaust eins mikið og hún gat.
|
|
|
|
Gírafinn á myndinni er Mica Carrol, hin stelpan í The Westchester. Við vitum ekki hvað strákurinn á myndinni heitir.
|
|
|
|
Þessi mynd var tekin í garðinum við The Westchester daginn eftir Hrekkjavökuna.
|
|
|
|
|
|